Töpuð tækifæri í gapandi húsgrunni

16.02.2016 - 10:20
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar hefur í fjölmiðlum fjallað um hinn sára húsnæðisskorti sem Árnastofnun býr við.

Hún hvetur til þess að gengið verði í að klára byggingu Húss íslenskra fræða við Suðurgötu, en þar er sem stendur eins og mörgum er kunnugt einungis að finna gapandi húsgrunn.

Guðrún kom fyrr í dag í Efstaleitið og ræddi við Dag um ástandið.

Mynd með færslu
Dagur Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi