Tóngjörningur: hreyfingar verða tónlist

06.03.2016 - 00:07
Á Tunglkvöldi í Petersensvítunni voru kynntar tvær Tunglbækur en þar kom líka fram tríó tónlistarmanna sem sóttust eftir einhverju öðru og nýju í tónlistinni. Þetta voru þau Berglind María Tómasdóttir flautuleikari, Einar Torfi Einarsson gítarleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Tónlistarmennirnir léku á sín hljóðfæri en notfærðu sér líka ýmsa aðar hljóðgjafa í samræmi við mynd af hreyfingum í rýminu sem varpað var á vegginn andspænis hljóðfæraleikurunum.

Hér má hlusta á verkið sem varð til á fullu tungli í Petersen svítunni þann 22. febrúar síðastliðinn. 

ÞETTA ER EINSTÖK UPPTAKA EN GJÖRNINGURINN VERÐUR ALDREI ENDURTEKINN Í ÞESSARI MYND.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi