Tíu snjóflóð á Vestfjörðum

02.02.2016 - 23:57
Mynd með færslu
 Mynd: Sigríður Ágústa Hilmarsdótt
Tilkynningar um tíu snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum voru birtar á ofanflóðasíðu Veðurstofunnar í dag. Tvö þeirra fóru yfir veginn um Ytri-Kirkjubólshlíð og fjögur önnur féllu líka í Ytri-Kirkjubólshlíð. Við Ísafjarðarbæ féll líka flóð við Funa.

Þá voru tvö snjóflóð við Gemlufall í Dýrafirði og eitt í Önundarfirði í Selabólsurð undir Urðarskál. Öll flóðin voru þurr flekahlaup. Í snjóflóðaspá Veðurstofunnar frá því í gær segir að búast megi við aukinni snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV