Tíu í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnasmygl

19.05.2017 - 06:14
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna jafnmargra fíkniefnasmyglmála sem öll hafa komið upp á síðustu tveimur mánuðum. Í öllum tilvikum var um sterk fíkniefni að ræða, kókaín, amfetamín eða MDMA, og hleypur magnið samtals á nokkrum kílóum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Í blaðinu kemur fram að þetta séu átta karlar og tvær konur, sjö þeirra séu frá Hollandi eða með tengingar við Holland, til dæmis frá Súrínam, sem er gömul hollensk nýlenda, tveir séu frá Brasilíu og einn frá Bandaríkjunum. Fólkið kom hvert í sínu lagi til landsins með flugi og var ýmist með efnin innvortis eða í farangri sínum og Fréttablaðið hefur eftir Jóni Halldóri Sigurðssyni, fíkniefnalögreglumanni á Suðurnesjum, að verið sé að kanna hvort málin tengist.

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV