Tíst Obama um hatur mest lækaða tíst sögunnar

16.08.2017 - 10:14
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Viðbrögð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við ofbeldisverkum í Charlottesville, eru orðin sú færsla á Twitter sem fengið hefur flest læk á samfélagsmiðlinum frá upphafi. Obama birti mynd úr forsetatíð sinni þar sem hann talaði við börn af nokkrum kynþáttum. Með myndinni lét hann fylgja ummæli Nelsons Mandela um að enginn fæddist með hatur í brjósti í garð annarra vegna litarháttar, trúar eða bakgrunns.

Obama birti þrjár færslur á Twitter eftir að upp úr sauð í Charlottesville á dögunum. Fyrstu færslunni fylgdi ofangreind mynd af Obama og börnunum. Hún hefur nú fengið rúmlega þrjár milljónir læka. Þar með hafa fleiri lækað það en lækuðu færslu söngkonunnar Ariana Grande sem tísti samúðarkveðju eftir hryðjuverkaárásina í Manchester í maí. 

Hópar þjóðernissinna og kynþáttahatara skipulögðu mótmæli í borginni vegna áforma um að fjarlægja styttu af Robert Lee, sem var hershöfðingi í her Suðurríkjanna í borgarastríði Bandaríkjanna á 19. öld. Andstæðingar þeirra efndu til annarra mótmæla, gegn fordómum og kynþáttahatri. Mikil átök brutust út í borginni og létu þrír lífið. Ríkisstjórinn í Virginíu lýsti yfir neyðarástandi.

Tilvitnunin sem Obama notaði í færslum sínum á Twitter hljómar svo í grófri þýðingu: „Enginn fæðist með hatur í brjósti í garð annarrar mannekju vegna hörundslitar, bakgrunns eða trúar. Fólk verður að læra að hata og ef það getur lært að hata er líka hægt að kenna því að elska, því ástin er manninum eðlislægari en andstæða hennar.“ Obama birti þrjár færslur á Twitter eftir að upp úr sauð í Charlottesville á dögunum. Fyrstu færslunni fylgdi ofangreind mynd af Obama og börnunum. Hún hefur nú fengið rúmlega þrjár milljónir læka. Þar með hafa fleiri lækað það en lækuðu færslu söngkonunnar Ariana Grande sem tísti samúðarkveðju eftir hryðjuverkaárásina í Manchester í maí.