Tilkynnt um sprengju í flugvél SAS

22.01.2016 - 10:31
epa02516052 Scandinavian airlines SAS  and British Airlanes aircraft parked at the gates at terminal 5 at Arlanda airport, Stockholm   Jan. 04, 2011. Shares in Scandinavian airline SAS soared on January 4, 2011 after a report said carriers Air France-KLM,
 Mynd: EPA  -  SCANPIX SWEDEN
Flugvél frá flugfélaginu SAS, á leið frá Lundúnum til Stokkhólms, var lent á Landvetter-flugvelli við Gautaborg í morgun eftir að tilkynnt var um sprengju um borð.

Fréttastofan AFP hefur eftir lögreglu að 72 hafi verið í vélinni. Hún hafi verið rýmd og sprengjusérfræðingar sendir inn í hana til að kanna málið.

Allt flug til og frá Landvetter var stöðvað um tíma eftir að vélin lenti. Flug frá Landvetter var síðan leyft á ný. Flugvélar fá ekki að lenda þar fyrr en aðgerðum lögreglu er lokið að sögn flugmálayfirvalda.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV