Tilbúnir í landhernað gegn Íslamska ríkinu

04.02.2016 - 20:13
epa04849383 Yemenis inspect the damage caused to buildings and cars in airstrikes allegedly carried out by the Saudi-led coalition in Sana'a, Yemen, 16 July 2015. In late March, Saudi Arabia and fellow Sunni partners started an air campaign in Yemen
Sádi-arabar hafa staðið að árásum á uppreisnarmenn í Jemen frá því í mars í fyrra.  Mynd: EPA
Ráðamenn í Sádi-Arabíu segjast vera reiðubúnir að senda landher til Sýrlands til að taka þátt í að berjast við vígasveitir Íslamska ríkisins. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Ahmed al-Assiri, undirhershöfðingja. Sádi-Arabar hafa frá árinu 2014 tekið þátt í hernaðaraðgerðum úr lofti sem Bandaríkjaher stýrir. Al-Assiri er talsmaður hernaðarbandalags arabaríkja sem hafa staðið að árásum á sveitir uppreisnarmanna í Jemen, undir stjórn sádi-arabíska hersins, frá því í mars í fyrra.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV