Þyrlan send eftir slösuðum skipverja

26.02.2016 - 10:17
Mynd með færslu
 Mynd: Helgi Seljan  -  Mynd
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er á leið að erlenda flutningaskipinu LEU að sækja slasaðan mann. Skipið er um 50 sjómílur suður af Kötlutanga. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að áætlað sé að þyrlan verði komin á vettvang um klukkan hálfellefu. Maðurinn verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV