Þúsundir minntust Bowie í Brixton - myndskeið

Erlent
 · 
David Bowie
 · 
Evrópa
 · 
Tónlist
epa05097828 Thousands of Bowie fans turn out in Brixton, birth place of the late British musician David Bowie for a street party to honour Bowie in London, Britain, 11 January 2016. Well-wishers have flocked to the Brixton to pay their respects following
 Mynd: EPA

Þúsundir minntust Bowie í Brixton - myndskeið

Erlent
 · 
David Bowie
 · 
Evrópa
 · 
Tónlist
12.01.2016 - 01:52.Róbert Jóhannsson
Um tvö þúsund manns komu saman á götum Brixton-hverfisins í Lundúnum í kvöld til þess að minnast eins frægasta sonar þess. Lög David Bowie voru sungin og sumir klæddu sig upp í anda söngvarans. Viðstaddir tóku myndbönd af atburðinum og dreifðu um samfélagsmiðla.

Bowie fæddist í Brixton-hverfinu í suðurhluta Lundúna árið 1947. Hann skilur eftir sig 29 hljómplötur og aragrúa vinsælla laga sem hafa orðið til þess að afla honum vinsælda kynslóð eftir kynslóð. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Minnast fráfalls Davids Bowie - myndskeið

Tónlist

Lazarus - hinsta kveðja Bowies

Popptónlist

Magnaður ferill Davids Bowie