Þúsundir minntust Bowie í Brixton - myndskeið

12.01.2016 - 01:52
epa05097828 Thousands of Bowie fans turn out in Brixton, birth place of the late British musician David Bowie for a street party to honour Bowie in London, Britain, 11 January 2016. Well-wishers have flocked to the Brixton to pay their respects following
 Mynd: EPA
Um tvö þúsund manns komu saman á götum Brixton-hverfisins í Lundúnum í kvöld til þess að minnast eins frægasta sonar þess. Lög David Bowie voru sungin og sumir klæddu sig upp í anda söngvarans. Viðstaddir tóku myndbönd af atburðinum og dreifðu um samfélagsmiðla.

Bowie fæddist í Brixton-hverfinu í suðurhluta Lundúna árið 1947. Hann skilur eftir sig 29 hljómplötur og aragrúa vinsælla laga sem hafa orðið til þess að afla honum vinsælda kynslóð eftir kynslóð.