Þúsundir flýja fellibyl í Víetnam

14.09.2017 - 11:17
Erlent · Asía
Vietnamese villagers move a fishing boat on shore in northern Thanh Hoa province, Vietnam, Thursday, Sept. 14, 2017. Vietnam on Thursday was bracing for typhoon Doksuri, which is expected to be the most powerful tropical cyclone to hit the Southeast Asian
Sjómenn í Thanh Hoa-héraði í Víetnam draga bát sinn á land áður en óveðrið skellur á.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  Vietnam News Agency
Tugþúsundum manna hefur verið skipað að forða sér frá strandhéruðum um miðbik Víetnams vegna fellibylsins Doksuri sem þangað stefnir. Búist er við að hann komi þar að landi um hádegi á morgun að staðartíma.

Yfirvöld segja að ekki hafi komið þangað öflugri fellibylur í tíu ár og búist sé við mikilli úrkomu í nokkrum héruðum landsins.

Víetnamskir fjölmiðlar segja að fleiri en 100.000 manns hafi verið skipað að forða sér af helstu hættusvæðum.

Stjórnvöld í Hanoi segja að 250.000 hermönnum hafi verið skipað í viðbragðsstöðu ef hjálpa þurfi nauðstöddum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV