Þrjú börn meðal látinna í eldsvoða í Moskvu

31.01.2016 - 11:19
Mynd með færslu
 Mynd: EBU
Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, í eldsvoða í saumaverksmiðju í Moskvu í nótt. Eldurinn breiddist út um 3000 fermetra svæði verksmiðjunnar og þak hennar hrundi. Yfirvöld í Rússlandi segja líklegt að hinir látnu hafi verið flóttafólk sem bjó og starfaði í verksmiðjunni.

Umboðsmaður barna í Rússlandi, Pavel Astakhov, skrifar á Twitter að þrjú börn hafi farist í eldsvoðanum, og að eitt þeirra hafi verið kornabarn.

Það tók slökkvilið fimm klukkustundir að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn lögreglu beinist að því hvort eldurinn hafi kviknað vegna vanrækslu eða með íkveikju.

 

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV