Þrír snarpir skjálftar á Filippseyjum

08.04.2017 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Þrír jarðskjálftar að stærðinni 5,9, 5,7 og 5 riðu yfir með skömmu millibili á Filippseyjum í dag. Upptök þeirra allra voru á Luzon eyju, rúmlega eitt hundrað kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. Fréttir hafa enn ekki borist af skemmdum eða mannntjóni.

Að sögn fréttamanns AFP í Manila flýði fólk út úr háhýsum í fjármálahverfi borgarinnar þegar þau tóku að hristast. Þá hafa birst af því sjónvarpsmyndir þar sem fólk flýr út úr farþegasal við höfnina í borginni Batangas, um fimmtán kílómetra frá upptökunum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV