Þrír lentu í sjálfheldu í Reynisfjöru

12.02.2016 - 18:04
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir  -  RÚV
Þrír ferðamenn lentu í sjálfheldu í Reynisfjöru í dag og nokkrir fengu yfir sig sjó í flæðamálinu. Ferðamennirnir þrír fóru út fyrir stuðlaberg sem stendur austast í fjörunni. Þeir hugðust skoða þar helli en lentu í sjálfheldu þegar flæddi að. Þurfti lögregla aðstoða mennina sem treystu sér ekki til baka.

Varðstjóri sem fréttastofa ræddi við sagði að illa hefði gengið að fá ferðamenn til að virða tilmæli um að halda sig fjærri flæðamálinu. Bæði lögregla og leiðsögumenn hafi ítrekað varað ferðamenn við en þeir ekki farið að ráðum þeirra.

Fjöldi ferðamanna var í Reynisfjöru í dag og fleiri ferðamannastöðum á Suðurlandi.