Þrífur og snappar á Egilsstöðum

20.03.2017 - 09:52
„Þetta er náttúrulega pottþétt einhver athyglissýki sko. Það eru ekkert alveg allir sem myndu hleypa svona fjölda fólks inn í sitt líf,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir snappari. Sigrún, sem er heimavinnandi þriggja barna móðir á Egilsstöðum er dugleg að deila lífi sínu á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem fjöldi fólks fylgir henni.

„Ég snappa bara frá öllu mögulegu, algjörlega bara frá mínu daglega lífi. Ég tek rosalega mikið svona þrif inn á snappið. Mér finnst rosalega gaman að þrífa og mér finnst rosalega gaman að pæla í alls konar þrifráðum og prófa nýja hluti í þrifum,“ segir Sigrún. 

Landinn heimsótti Sigrúnu á Egilsstöðum. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.
 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn