Þremur Bandaríkjamönnum rænt i Írak

18.01.2016 - 04:19
epa05107535 (FILE) A file photograph dated on 24 April 2007 shows US troops patrolling in the streets of Baghdad, Iraq . According to media reports on 17 January 2016  three US citizens have been abducted by unidentified militia members in Baghdad.
Bandarískir hermenn á eftirlitsferð í Bagdad. Myndin er tekin 2007.  Mynd: EPA  -  EPA FILE
Bandaríska sendiráðið í Bagdad hefur staðfest fréttir arabísku sjónvarpsstöðvarinnar al-Arabiya um að nokkrum Bandaríkjamönnum hafi verið rænt í Írak. Í yfirlýsingu frá starfsmanni sendiráðsins segir að unnið sé að því að hafa uppi á og frelsa mennina, í samvinnu við írösk yfirvöld. Ekki kom fram í máli hans hve mörgum mönnum var rænt, en óstaðfestar heimildir herma að þremur Bandaríkjamönnum og írökskum túlki þeirra hafi verið rænt við borgarmörk Bagdad á föstudag.

Írakskur embættismaður sagði fréttamanni CNN-sjónvarpsstöðvarinnar að bandarískt verktakafyrirtæki hefði tilkynnt á föstudag að þrír menn á þeirra vegum væru horfnir.