Þjóðverjar búast við 3,6 milljónum flóttamanna

25.02.2016 - 08:18
epa05160351 Refugees walks to the transit and registration camp after they cross the border between Greece and Macedonia  near city of Gevegelia, The Former Yugoslav Republic of Macedonia on 14 February 2016. Thousand of refugees continue to pass through
Flóttafólk á landamærum Grikklands og Makedóníu.  Mynd: EPA
Stjórnvöld í Þýskalandi áætla að 3,6 milljónir flóttamanna og farandfólks komi til Þýskalands næstu fjögur árin.

Búist er við að árlega komi að meðaltali hálf milljón flóttamanna til landsins.

Þýska fjármálaráðuneytið hefur í samráði við önnur ráðuneyti látið gera áætlunina í því skyni að reikna út hve miklu af almannafé verði að verja til móttöku flóttafólks.