Þingmenn langt undir dómurum í launum - úttekt

21.01.2016 - 20:55
Laun héraðsdómara eru 85% hærri en þingfararkaup, eftir að kjararáð endurskoðaði laun dómara. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að vegna launamunarins ríki ekki jafnræði milli þingmanna, embættismanna og dómara.

Laun danskra þingmanna eru um 30 prósentum hærri en íslenskra. Nefnd hefur lagt til að launin í Danmörku verði hækkuð. Í umfjölluninni hér að ofan eru borin saman laun íslenskra og danskra þingmanna, og laun íslenskra þingmanna skoðuð í samhengi við laun dómara og embættismanna. Rætt er við Vilhjálm og Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformann Pírata, sem eru á öndverðum meiði um hvort ástæða sé til að hækka þingfararkaupið.

Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV