„Þetta lag fer beint í hjartað á mér“

Alla leið
 · 
Eurovision
 · 
Tónlist

„Þetta lag fer beint í hjartað á mér“

Alla leið
 · 
Eurovision
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
10.04.2017 - 14:50.Vefritstjórn.Alla leið
Portúgölum er spáð góðu gengi í Eurovision í ár og hefur sérstök sviðsframkoma söngvarans vakið athygli. Af þeim níu lögum sem skoðuð voru í þættinum Alla leið á laugardaginn fékk portúgalska lagið flest stig.

Framlag Portúgala heitir „Amar Pelos Dois“ eða ást sem nægir fyrir tvo, og er flutt af Salvador Sobral. Laginu er spáð velgengni í Eurovision í ár og hefur verið nálægt toppnum hjá flestum veðbönkum síðan það kom fram. Álitsgjafar í Alla leið gáfu laginu 38 stig af 48 mögulegum.

Brýtur allar Eurovision reglur

„Það er er hans forte er að hann brýtur allar Eurovision reglur. Hann horfir ekki í kameru, hann stendur ekkert í lappirnar og er eitthvað að spá í salinn eða neitt,“ sagði Selma Björnsdóttir, sem gaf Salvador fullt hús, 12 stig. „Þetta lag fer beint í hjartað á mér.“

„Hann fer bara inn í þetta og er ekki að reyna neitt, og það er einmitt sjarminn við þetta finnst mér. Þetta er æðislegt lag, og alveg gamaldags og allt. En hann gerir þetta svo dásamlegt.“ Selma setur þó spurningarmerki við klæðaburð Salvadors. „Hann mætti vissulega fá sér stílista. Það er algjör óþarfi að vera í allt of stórum fötum.“

Einn maður í fötum af afa sínum

Friðrik Dór gaf Portúgalanum 8 stig. „Ég er mjög hrifinn af þessu, og ég er viss um að ef ég myndi skilja orð í textanum þá myndi ég gefa hærra,“ sagði Friðrik. „Hann er bara kærulaus einhvern veginn en neglir samt sönginn svo geðveikislega.“

„Lagið per se, mér finnst það ekkert rosalega skemmtilegt,“ sagði Gunna Dís, sem gaf laginu 8 í einkunn. „Það sem er fallegt við þetta er einfaldleikinn. Það er bara einn maður þarna í fötum af afa sínum.“ Benedikt Valsson gaf portúgalska laginu 10 stig og fannst það hljóma eins og úr Disney mynd. „Mér leið vel að hlusta á þetta lag,“ sagði Benedikt.

Mynd með færslu
 Mynd: Alla leið  -  RÚV
Portúgalska lagið er stigahæst í Alla leið enn sem komið er

Tengdar fréttir

Tónlist

„Þetta er bara fullkominn maður!“