„Þetta er bara fullkominn maður!“

08.04.2017 - 12:50
Fyrsti þátturinn af Alla leið hefst í kvöld þar sem Friðrik Dór, Selma Björns, Gunna Dís og Benedikt Valsson munu rýna í lögin sem taka þátt í Eurovision í ár með Felixi Bergssyni.

Í kvöld munu þau meðal annars taka fyrir framlag Svartfjallalands en flytjandi þess vakti upp vægast sagt heitar tilfinningar hjá eurovision-spekingunum. „En sjáið þið beinabygginguna í andlitinu á þessum manni? Sjáið þið augabrúnirnar? Þetta er bara fullkominn maður!“ sagði Gunna Dís um Slavko Kalezić, söngvara lagsins. Selma gaf laginu aðeins fjögur stig af 12 en sagði það þó vera algjöra veislu. „Hann ætlar einhvern veginn að sigra heiminn og gera allt sem honum dettur í hug í þessu eina lagi,“ var meðal þess sem hún hafði að segja um lagið.

Alla leið er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 19:45. Í spilaranum fyrir ofan má sjá brot úr þættinum.