Þessir fangar eru niðurbrotnir

04.03.2016 - 15:15
Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur starfar á bráðadeild Landsspítalans en hefur á síðustu 20 árum unnið á átakasvæðum víða um heim, á vegum Rauða Krossins.

 

 Áslaug hefur m.a. farið til Írak, Líbanon, Pakistan, Usbekistan, Suður Súdan, Eþíópíu og Úganda.  Hennar starf hefur aðallega verið fólgið í því að heimsækja fangelsi og huga að meðferð fanga sem hafa verið teknir höndum í átökum.  Þeir hafa margir verið pyntaðir og eru niðurbrotnir á sál og líkama. 

Áslaug segir þessar heimsóknir Rauða Krossins í fangelsin veita mikið aðhald fyrir þá sem stjórna þessum stofnunum til að gera betur.

Bráðadagurinn er í dag og þá mun Áslaug verða með erindi um heilbrigðisþjónustu á átakasvæðum.

Árlega er haldin ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi

Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks bráðamóttöku Landspítala. Einnig sækja ráðstefnuna aðrir fagaðilar sem koma að þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu.

Áslaug kom í Mannlega þáttinn í dag.

 

 

Mynd með færslu
Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi