The Rolling Stones með tónleika á Kúbu

01.03.2016 - 15:54
epa05163212 The members of the legendary British rock band 'The Rolling Stones' with (L-R) Mick Jagger, Charlie Watts, Keith Richards and Ronnie Wood, wave from the top of a gangway as they disembark from an airplane upon their arrival in
 Mynd: EPA  -  EFE
Breska rokksveitin The Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hygðist efna til tónleika á Kúbu síðar í þessum mánuði. Hljómleikarnir verða haldnir í höfuðborginni Havana 25. mars og verða ókeypis.

 

Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á vef sínum segir að hún hafi leikið á mörgum óvenjulegum stöðum á ferlinum. Hljómleikar í Havana marki ákveðin tímamót á ferlinum og vonandi verði sú raunin einnig með aðdáendur hljómsveitarinnar á Kúbu.

The Rolling Stones hafa að undanförnu verið á hljómleikaferð um ríki í Suður-Ameríku.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV