Telur hægt að vinna úr tillögunum

21.01.2016 - 18:21
Mynd með færslu
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, VM.  Mynd: Félag VM
Atvinnurekendur lögðu fram tillögu á samningafundi í kjaradeilu vélstjóra og skipstjórnarmanna síðdegis. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að málin séu farin að skýrast og að hægt verði að vinna út frá þessum hugmyndum atvinnurekenda.

Hann segir jákvætt að tilboð sé komið fram. Leggja þurfi mat á það.
Guðmundur segir að stefnt sé á að halda annan samningafund strax eftir helgi. 

Félagsmenn í Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Félagi skipstjórnarmanna samþykktu ótímabundið verkfall, sem á að hefjast 1.febrúar, náist ekki að semja. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV