Teitur „Nennir“ í beinni

27.07.2017 - 15:34
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon var gestur í Popplandi og tók órafmagnaða útgáfu af lagi sínu „Nenni“ ásamt hljómsveit.

Teitur var gestur í Lestinni fyrr á þessu ári þar sem hann sagðist langt kominn með upptökur á sinni annarri sólóskífu. Þá hafði hann þetta að segja um lagið „Nenni“, en það var samið við ljóð eftir þjóðskáldið Benedikt Gröndal: „Það rataði til mín í gegnum Skarphéðin frænda minn sem mikill Gröndals-maður. Hann fann þetta kvæði og hvatti mig til að gera lag við það. Þetta er einhvers konar listamannablús, að nenna ekki að lesa, skrifa, eða mála – en ákveða svo að vera ekki á bömmer yfir því. Lagið kom bara til mín.“

Strákarnir í hljómsveitinni voru glaðir í bragði og á leið út úr bænum eftir spilamennskuna í Popplandi þar sem þeir spila á tónleikum í Græna Hattinum á Akureyri á morgun, og bruna svo aftur í bæinn til að spila á Hard Rock á Laugardagskvöldið.

Mynd með færslu
Davíð Roach Gunnarsson
vefritstjórn
Poppland
Þessi þáttur er í hlaðvarpi