Tap hjá Gylfa og félögum

13.02.2016 - 17:14
epa04753059 Swansea City's Icelandic midfielder Gylfi Sigurdsson (L) is congratulated by Ecuadorian team mate Jefferson Montero after he scored a goal during the English Premier League soccer match played between Swansea City AFC and Manchester City
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í þremur leikjum í röð fyrir Swansea.  Mynd: EPA
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea töpuðu á heimavelli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag, 0-1. Shane Long skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu leiksins. Gylfi Þór lék allan leikinn hjá Swansea. Southampton fór upp í sjötta sæti með sigrinum.

Everton tapaði á heimavelli fyrir West Bromwich Albion og Watford vann góðan útisigur á Crystal Palace. Síðdegis mætast svo Chelsea og Newcastle United á Stamford Bridge.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:
AFC Bournemouth 1 - 3 Stoke City
Crystal Palace 1 - 2 Watford
Everton 0 - 1 West Bromwich Albion
Norwich City 2 - 2 West Ham United
Swansea City 0 - 1 Southampton

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður