Tap hjá Degi og félögum

16.01.2016 - 19:31
epa05105688 Head coach of the German national team Dagur Sigurdsson reacts during the 2016 Men's European Championship handball group C match between Spain and Germany at the Centennial Hall in Wroclaw, Poland, 16 January 2016.  EPA/MACIEJ KULCZYNSKI
 Mynd: EPA  -  PAP
Spánverjar höfðu betur gegn Þjóðverjum sem Dagur Sigurðsson stýrir, á EM í handbolta í kvöld, 32-29 í leik sem fram fór í Wroclaw í Póllandi. Liðin leika í C-riðli mótsins.

Jafnt var á með liðinum framan af en Spánverjar náðu góðri forystu með frábærum kafla og komust meðal annars í sjö marka forystu í stöðunni 18-11. Þjóðverjar skoruðu hins vegar fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan því 18-15 í hálfleik.

Ljótt atvik átti sér stað á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar Spánverjinn Jorge Maqueda þrumaði boltanum í andlitið á Steffen Weinhold úr aukakasti. Weinhold sem stóð í varnarvegg Þjóðverja og fékk Maqueda fékk réttilega að líta rauða spjaldið.

Sjáðu einnig: Uppskar rautt fyrir andlitsþrumu

Spánverjar stóðust áhlaup Þjóðverja í síðari hálfleik og sigldu í höfn góðum þriggja marka sigri, 32-29. Val­ero Ri­vera skoraði sex mörk fyrir Spánverja og Christian Dissinger var með sex mörk fyrir Þjóðverja.

Svíar og Slóvenar leika einnig í C-riðli og mætast í seinni leik riðilsins.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður