Tap fyrir furstunum í Dubai

16.01.2016 - 16:38
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 2-1, í vináttulandsleik sem fram fór í Dubai í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tapar fyrir Furstunum í landsleik. Liðin höfðu tvisvar áður leikið fyrir viðureignina í dag. Viðar Örn kom Íslandi yfir á 13. mínútu með góðu skallamarki eftir góða sendingu frá bakverðinum Andrési Má Jóhannessyni. Þetta er fyrsta markið sem Viðar Örn skorar fyrir íslenska A-landsliðið.

Ismail Al­hamma­di og Omar Abdulra­hm­an skoruðu mörk heimamanna og var sigurinn nokkuð verðskuldaður hjá Furstunum.

Sjá má mörkin úr leiknum í myndbandinu hér að ofan.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður