Taldir hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum

14.01.2016 - 06:32
Höfuðstöðvar Arion banka
 Mynd: RÚV
Hópur valinna viðskiptavina Arion banka sem fékk að kaupa hlut í Símanum í aðdraganda skráningar hans á markað um miðjan október getur selt hlut sinn á morgun fyrir um 27 prósentum hærra verð.

Áætlað er að hlutur viðskiptavinanna hafi hækkað um 410 milljónir króna. Við kaupin á hlutnum í október varð hópurinn að skuldbinda sig til að halda hlutnum í þrjá mánuði eftir skráningu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Útboðið var harðlega gagnrýnt í október og sagði Arion banki í kjölfar umræðunnar að salan hefði verið misráðin og að verklagi bankans yrði breytt.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV