Takmarkað vopnahlé hafið í Sýrlandi

26.02.2016 - 22:39
epa04964956 A handout frame grab taken from a video footage made available on the official website of the Russian Defence Ministry on 05 October 2015 shows bombs dropped by a Russian warplane during an airstrike against what Russia says was a large
 Mynd: EPA  -  RUSSIAN DEFENCE MINISTRY
Tímabundið og takmarkað vopnahlé tók gildi í Sýrlandi klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma eða á miðnætti að staðartíma. Lítil von er þó til þess að bardögum linni þar sem margar stærstu vígasveitir landsins telja sig ekki bundnar af vopnahléinu.

Barack Obama Bandaríkjaforseti varar þó bæði Rússa og Sýrlandsstjórn við því að freistast til að rjúfa vopnahléið gegn þeim uppreisnarmönnum sem eigi aðild að því. Heimurinn muni fygljast grannt með þróun mála. Rétt áður en vopnahléið hófst í kvöld gerðu sýrlenskar og rússneskar orrustuþotur ítrekaðar loftárásir á uppreisnarmenn á nokkrum stöðum í landinu.

 

 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV