Tabúlarasa - Sigurður Guðmundsson

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Tabúlarasa - Sigurður Guðmundsson

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
04.05.2017 - 17:30.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Tabúlarasa er fyrsta skáldsaga Sigurðar Guðmundssonar, hún kom út árið 1993 og aftur sem kilja árið 1999.

Tabúlarasa er bók vikunnar og á sunnudaginn ræðir Jórunn Sigurðardóttir við þau Benedikt Hjartarson prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur forstöðumann Gerðarsafns og ritstjóra bókarinnar Dancing Horizon ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar 1970-82.

Tabúlarasa er ástarsaga, ástarsaga milli fimmtugs myndlistarmanns sem dvalist hefur langdvölum erlendis og íslenskrar tungu. Þetta er saga  um kima og almenninga tungumálsins og myndlistarinnar og þetta er saga um sköpunarþörfina, sköpunarþrána, tjáningu og þjáningu. 

Hér má hlusta á Leif Hauksson lesa tvo stutta kafla úr bókinni. Annars vegar er brot úr upphafi bókarinnar, þegar myndlistarmaðurinn býr sig undir sinn fyrsta fund við konuna, sem er íslensk tunga. Hins vegar er gripið niður í samtal á milli þeirra rétt fyrir miðja bók. Á milli lestranna má svo heyra símaviðtal sem tekið var við Sigurð sem nú er búsettur í Xiamen í Kína.

Hér má hlusta á þáttinn í fullri lengd.