Sýrlandsstjórn verður með í Genf

20.03.2017 - 08:35
epa04526193 A handout picture made available by Lebanese Forces Party Media Office shows the Russian Deputy Foreign Minister, Mikhail Bogdanov (R), speaking to memmbers fo the press following his meeting with the Lebanese Forces Leader, Samir Geagea (not
Mikhail Bogdanov, varautanríkisráðherra Rússlands.  Mynd: EPA  -  LEBANESE FORCES PARTY MEDIA OFFI
Fulltrúar stjórnvalda í Damaskus verða með í næstu lotu friðarviðræðna í Genf á fimmtudaginn. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta eftir Mikhail Bogdanov, varautanríkisráðherra Rússlands, í morgun, sem kvaðst vona að fulltrúar uppreisnarmanna mættu einnig til fundarins. 

Bogdanov sagði einnig að Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, ætlaði til Moskvu fyrir fundinn í Genf. Rússar, Íranar og Tyrkir hafa staðið á bak við friðarviðræður sem fram hafa farið í Astana í Kasakstan, en ekkert varð af síðustu viðræðum þar sem fulltrúar uppreisnarmanna mættu ekki. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV