Sýrlandsher sækir fram í Deir Ezzor

04.09.2017 - 08:14
epa06025122 Syrian soldiers flash a V-sign atop a tank at the frontlines near the Syrian-Iraqi border in Al-Tanf, Homs province, Syria, 12 June 2017. The Syrian army on 12 June said it had gained control over the Iraq-bordering area bordering from the
Sýrlenskir hermenn.  Mynd: EPA
Stjórnarherinn og bandamenn hans sækja nú fram í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands að samnefndri borg, en markmiðið er að rjúfa umsátur hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins um borgina. Sveitir samtakanna hafa setið um borgina í tvö ár.

Fregnir frá héraðinu herma að sótt sé að sveitum Íslamska ríkisins úr nokkrum áttum. Í gær hafi sveitir sýrlenska hersins verið um 10 kílómetra vestur af Deir Ezzor-borg. Þær hafi auk þess endurheimt olíuvinnslusvæðið Al-Kharata sem hafi verið á valdi vígamanna. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV