Sýrlandsher færist nær Raqqa

21.02.2016 - 14:06
epa05173444 Damaged cars and buildings are seen near the site of a twin bomb attack in the city of Homs, Syria, 21 February 2015. The death toll from the double bomb attack in the Syrian city of Homs rose to 46, including at least 28 civilians, the Syrian
 Mynd: EPA
Að minnsta kosti 50 vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins hafa fallið síðastliðinn sólarhring í aðgerðum sýrlenska stjórnarhersins í borginni Aleppo.

Samkvæmt upplýsingum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni létust vígamennirnir í bardögum á jörðu en einnig í loftárásum rússneska hersins. 

Stjórnarherinn hefur frá því í gær náð yfir 20 þorpum í kringum Aleppo aftur á sitt vald. Þorpin höfðu verið hernumin af vígasveitum Íslamska ríkisins. Stjórnarherinn hefur einnig náð yfirráðum á vegum sem liggja til borgarinnar Raqqa, sem er höfuðvígi Íslamska ríkisins. 

Raqqa er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Aleppo, og þykir sigur stjórnarhersins í Aleppo gefa til kynna að Raqqa sé næst á dagskrá.

Í morgun létust að minnsta kosti 46, þar af að 28 almennir borgarar, í sprengjuárás stjórnarhersins í borginni Homs, um 200 kílómetra suðaustur af Aleppo.

Á síðustu sextán mánuðum hefur stjórnarher Bashar al-Assads gert tæplega 50 þúsund skyndiárásair á borgir og bæi í Sýrlandi. Sýrlenska mannréttindavaktin greinir frá því að 7842 óbreyttir borgarar látið lífið í þessum árásum, þar af 1668 sem eru undir átján ára aldri. Samtökin greina frá því að yfir fjögur þúsund meðlimir íslamskra öfgasamataka (t.d. Al-Nusra og Íslamska ríkisins) hafi látið lífið í árásum stjórnarhersins frá því í nóvember 2014.

Fyrr í dag greindi John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að vonir væru bundnar við að átökum í landinu linni á næstu dögum og samningar náist milli Bandaríkjanna, Rússa, Sýrlandsstjórnar og hópa uppreisnarmanna, um að leggja tímabundið niður vopn.

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV