Svona verða bílar öruggari árið 2020

09.08.2017 - 09:40
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Sjálfvirk nauðhemlun, hraðastjórnun, blikkandi bremsuljós og aðstoð við að halda bílnum á réttum vegahelmingi eru meðal þeirra 19 breytinga sem Evrópusambandið leggur til að verði gerðar á reglugerð um ökutæki. Markmiðið er að auka öryggi farþega og gangandi vegfarenda og fækka banaslysum í umferðinni.

Endurskoðun á reglum um öryggi ökutækja og gangandi vegfarenda stendur nú yfir á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Markmiðið er að gera ökutæki öruggari og eru til skoðunar 19 breytingar á öryggisbúnaði. Bent er á að þrátt fyrir að banaslysum í umferðinni hafi fækkað umtalsvert undanfarinn áratug hafi hægst verulega á þeirri þróun að undanförnu. Því sé í skoðun að endurskoða og uppfæra reglugerð um öryggi ökutækja og gangandi vegfarenda. Ákveðin atriði séu þar til skoðunar sem verði staðalbúnaður í nýjum ökutækjum sem flest taki gildi í september 2020.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir