Svíar nældu í jafntefli gegn Rússum

22.01.2016 - 22:23
Mynd með færslu
Svíar og Rússar gerðu jafntefli, 28-28, á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi. Johan Jakobsson jafnaði leikinn fyrir Svía þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Svíum mikilvægt stig.

 

 

Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik en Rússar voru í lykilstöðu þegar skammt var eftir. Rússar leiddu 26-28 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Svíar börðust allt til enda og náðu að jafna leikinn.

Johan Jakobsson var maður leiksins en hann skoraði 9 mörk. Timur Dibirov skoraði 7 mörk fyrir Rússa. Svíar eru með 1 stig í milliriðli 1 en Rússar 3.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður