Sverrir Þór tekur við Keflavík

09.01.2016 - 22:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sverrir Þór Sverrisson mun stýra liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna það sem eftir lifir leiktíð. Hann tekur við af Margréti Sturlaugsdóttur var sagt upp störfum í gær.

Sverrir Þór er sigursæll þjálfari og gerði karlalið Grindavíkur að Íslandsmeisturunum tvö ár í röð; árin 2012 og 2013. Hann ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir síðasta tímabil og hafnaði m.a. að taka við liði Tindastóls fyrir tímabilið.

Sverrir gerði kvennalið Njarðvíkur einnig að Íslandsmeisturunum árið 2011. Keflavík fór fram í Powerade-bikarnum í dag eftir sigur gegn Skallagrími í 8-liða úrslitum. Keflavík situr þriðja sæti Dominos-deildarinnar.