Sveitarfélögin með fluglest til afgreiðslu

24.03.2016 - 08:37
Neðanjarðarlest á ferð
 Mynd: smileyhaiku  -  Morguefile
Drög að samstarfssamningi við Fluglestina, þróunarfélag um skipulagsmál vegna lestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur er nú til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum.

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samþykkti drögin fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í Morgunblaðin í dag. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna fyrir framkvæmdirnar geti hafist í sumar verði samningurinn samþykktur.

Morgunblaðið hefur eftir Runólfi Ágústssyni verkefnisstjóra Fluglestarinnar, að við samþykkt yrði fjölgað í fjárfestahópi verkefnisins. Nú þegar sé búið að verja 160 milljónum króna til verkefnisins en heildarkostnaðurinn sé metinn á 758 milljónir evra, sem er tæplega 107 milljarðar íslenskra króna.

Runólfur segir að gangi allt eftir ætti að vera hægt að bjóða verkið út á alþjóðlegum markaði eftir þrjú ár. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV