Sveinsbrekka á Bræðró

26.02.2016 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd: John Lord  -  Flickr.com
Brekkan frá Vesturgötu suður Bræðraborgarstíg var kennd við Svein bakara, en hann rak bakarí við horn Vesturgötu, Jón Sím bakaði á nr. 16 og Ingibjörg seldi brauð úr kjallara, nóg af brauði og nú bókum í götunni. Flakkað um Bræðraborgarstíg kl. 1500 á laugardag á Rás 1.

Eldeyjar - Hjalti bjó á nr. 8

Margir þjóðþekktir einstaklingar og fjölskyldur eiga ættir og sögu sína að rekja til Bræðraborgarstígar, segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem segir sögu götunnar í þættinum. Margir steinbæir voru reistir þar, en eru nú allir horfnir, en þeir risu þegar skútuöld gekk í garð og leystu torfbæina af hólmi. Síðan komu timburhúsin, sem mörg hver standa enn í dag.

Þrjú forlög koma við sögu götunnar

Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi segir Örn og Örlyg hafa verið niður við horn Vesturgötu þegar hann flutti Iðunni bókaútgáfu á Bræðraborgarstíg, en Jóhann hefur rekið útgáfuna á tveimur stöðum við götuna, nr. 16 og nú nr. 7. En þar var Prentsmiðjan Oddi áður en hann flutti í húsið. Auk þess hefur hann búið við götuna og við horn hennar. Bræðró er hans staður í lífinu. 

Brim flytur á Fiskislóð

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim, sem keypti gamla bakarí Jóns Símonarsonar á nr. 16, ætlar að flytja fyrirtækið. Guðmundur gerði upp húsið frá grunni og segir mjög góðan anda í húsinu, og telur að meiri virðing fyrir því gamla og gróna sé nauðsynleg í samfélaginu.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Flakk
Þessi þáttur er í hlaðvarpi