Svalbarði, Yrsa og barnamenning

21.04.2017 - 17:57
Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.
 Mynd: -  -  Bjartur/Veröld
Hekla Ösp Ólafsdóttir býr á Svalbarða þar sem hún starfar á hóteli. Myrkur vetur er þar að baki en núna er bjart allan sólarhringinn. Við heyrðum í Heklu og fegnum að heyra af lífinu á Svalbarða.

 

Barnamenningarhátíð hefst í næstu viku þar sem 150 viðburðir sérstaklega ætlaðir börnum verða í boði, víða um borgina. Við fengum þær Hörpu Rut Hilmarsdóttur og Sigyn Blöndal til þess að segja okkur nánar frá þessu og svo frumfluttum við lag hátíðarinnar, sem Salka Sól syngur. 

Svo er það föstudagsgesturinn okkar þessa vikuna, sem er engin önnur er Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur. Kvikmyndin Ég man þig verður frumsýnd 5. maí. Hún er gerð eftir bók Yrsu sem sló rækilega í gegn á sínum tíma.

Hugleikur Dagsson kom til okkar og talaði um klisjur í bíómyndum og Tuðfaðirinn, Andri Freyr var á sínum stað með gott tuð fyrir helgina. 
 

 

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður
Síðdegisútvarpið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi