Svala og Daði Freyr í einvígið

11.03.2017 - 22:13
Mynd með færslu
 Mynd: Söngvakeppnin
Lögin Paper og Is This Love? fengu flest stig samanlagt frá dómnefnd og símaatvæðum og munu því keppa sín á milli um sigur í Söngvakeppninni 2017.

Símaatkvæði landsmanna og sjö manna alþjóðleg dómnefnd ráða því hvaða tvö lög komast í einvígið en þar ráðast úrslit eingöngu með símakosningu, líkt og undanfarin ár. Þess ber að geta að þegar einvígið hefst byrjar ný símakosning, þ.e. atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu.