Svala í 15. sæti í undanriðlinum

13.05.2017 - 23:53
Mynd með færslu
 Mynd: Andres Putting  -  Eurovision.tv
Íslenska framlagið í Eurovision, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur var nokkuð langt frá því að komast áfram í lokakeppnina. Lagið endaði í 15. sæti af 18 lögum í fyrri undanriðlinum en 10 stigahæstu lögin tryggðu sér sæti í úrslitunum.

Ísland fékk 29 stig frá dómefndum og 31 frá almenningi í Evrópu, og þannig 60 stig samanlagt. Gríska lagið sem var í 10. sæti var með næstum tvöfalt fleiri stig, eða 115. Framlag Portúgala, sem sigraði í lokakeppninni var einnig í efsta sæti í fyrri undanriðlinum. Í þeim seinni var það Búlgaría sem fékk flest stig.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Eurovision
Mynd með færslu
 Mynd: Eurovision
Mynd með færslu
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn