Sundsvall steinlá á heimavelli

04.03.2013 - 20:26
Mynd með færslu
Íslendingaliðið Sundsvall Dragons steinlá fyrir Uppsala Basket 102-69 á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.

Hlynur Bæringsson var stigahæstur í liði Sundsvall með 22 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 2 stoðsendingar en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig og átti 5 stoðsendingar.

Sundsvall hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en liðið er í efsta sæti með 52 stig, fjórum stigum á undan næsta liði, þegar aðeins ein umferð er eftir í deildinni. Deildarkeppninni lýkur í vikunni en átta liða úrslit um sænska meistaratitilinn hefjast svo um miðjan mánuðinn.