Suðupunktur myndlistar á Akureyri

17.02.2017 - 17:23
Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, sem í daglegu tali er nefnt Listagil. Mjólkurbúðin er heiti á listamannareknu galleríi staðsett í Listagilinu í sama húsi og Listasafnið á Akureyri. 

Galleríið hefur verið rekið í fimm ár undir stjórn listakonunnar Dagrúnar Matthíasdóttur. „Ég raða hérna viðburðum um nánast hverja helgi, það er búið að vera brjálað stuð.

Mynd með færslu
 Mynd: Mjólkurbúðin

Þar var á dögunum verkið Tilraunastofu Dunnu sýnt, þar sem Dagrún og Unnur Óttarsdóttir renna saman í þriðju manneskjuna: hana Dunnu. „Við skiptumst á að stjórna og speglum tilbaka það sem hin er að gera. Þetta byggir á hugmyndum sem ég hef unnið með lengi, að sjálfsmynd okkar myndast í gegnum speglun við aðra manneskju,“ segir Unnur.

Mynd með færslu
 Mynd: Mjólkurbúðin

Listagilið er suðupunktur myndlistar segir Dagrún. „Það er alltaf eitthvað í gangi. Hér á svæðinu eru yfir 100 menntaðir listamenn.“ Áður fyrr var umfangsmikil iðnaðarstarfsemi í gilinu, sem hvarf smám saman. Eftir stóðu húsin tóm, en nú blómstrar listalífið. Listasafn Akureyrar er staðsett þar og fleiri sýningarrými þar sem innlendir og erlendir listamenn sýna verk sín.

Víðsjá leit við í Mjólkurbúðinni og ræddi við Dagrúnu Matthíasdóttur og Unni Óttarsdóttur.

Mynd með færslu
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi