Súðavíkurhlíð og Siglufjarðarvegi lokað

20.02.2016 - 22:13
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Einnig er lokað um Holtavörðuheiði en vegfarendum er bent á að vegir númer 59 og 60 um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eru opnir, en þar er hálka, snjór og þungfært, skafrenningur og mikið hvassviðri.

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuld og Klettsháls. Þá er hálka á vegum um allt land og víða snjór og skafrenningur.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV