Styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

27.01.2016 - 23:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í dag voru undirritaðir samningar um stuðning ellefu stórra fyrirtækja á Íslandi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.

Styrkjunum verður varið til daglegrar starfsemi vegna undirbúnings Vigdísarstofnunar - alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, sem mun starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. 

Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækin sem standi að samningunum séu Landsbankinn, Icelandair Group, Radisson Blu Hótel Saga, Arion banki, Alvogen, Bláa Lónið, Kvika, Reginn, Íslandsbanki, Íslandshótel og N1. Styrkirnir séu allir nema einn til þriggja ára og nemi árleg framlög frá 500 þúsundum til tveggja milljóna króna. 

Við sama tækifæri hafi Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Aþena Vigdís Eggertsdóttir, dótturdóttir Vigdísar, opna nýja heimasíðu Vigdísar á nokkrum tungumálum. 

Ægir Þór Eysteinsson
Fréttastofa RÚV
Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV