Stund milli stríða – Merkel fær sér franskar

20.02.2016 - 13:23
Vegfarendum í Brussel brá nokkuð í brún þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sást háma í sig franskar kartöflur á götuhorni, umkringd öryggisvörðum, á fimmtudag. Það er ekki að undra að Merkel hafi langað í franskar eða bara einhverja tilbreytingu. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins funduðu um breytingar á sambandinu frá því síðdegis á fimmtudag og langt fram á föstudagskvöld, með stuttu hléi yfir nóttina.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV