Stórbruni á sömu slóðum 1981

08.03.2016 - 17:21
Fyrir þrjátíu og fimm árum, varð stórbruni í Reykjavík aðeins steinsnar frá húsinu sem brann í gær. Í nóvember 1981 brunnu verkstæði Egils Vilhjálmssonar á Rauðarárstíg, sem og lagerhúsnæði Sportvals, til kaldra kola. í Dagblaðinu daginn eftir segir að þetta hafi verið einn mesti bruni á höfuðborgarsvæðinu um árabil. Talið var að loftpressa hefði sprungið. Mikill eldsmatur var í húsunum, og gassprengingar í rúman klukkutíma.

Rúnar Bjarnason, sem var slökkviliðsstjóri í Reykjavík þegar þetta gerðist, sagði að það hefði verið óafsakanlegt að senda menn inn í bálið. Hér að ofan má sjá umfjöllun Helga E. Helgasonar fréttamanns úr annál sjónvarpsins árið 1981.