Stökk upp í bíl og otaði hnífi að bílstjóranum

14.09.2017 - 10:57
Mynd með færslu
 Mynd: Vegfarandi  -  RÚV
Sérsveit Ríkislögreglustjóra leitar manns sem stökk upp í fólksbíl við Vesturberg í Reykjavík á níunda tímanum í morgun.

Hann otaði hnífi að bílstjóranum, sem var á leið til vinnu, og skipaði honum að aka áfram.

Maðurinn, sem er talinn hafa verið í annarlegu ástandi, fór síðan út úr bílnum við bensínstöð Shell við Suðurfell.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sakaði bílstjórann ekki. Málið er í rannsókn og er maðurinn enn ófundinn. Vegfarendi við Strætó stoppistöðina í Mjódd tók þessa mynd af sérsveitarmönnum um klukkan níu í morgun. 

 

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV