Stoke kaupir Imbula fyrir metfé

01.02.2016 - 23:10
epa04877711 FC Porto's Giannelli Imbula (R) fights for the ball with SSC Napoli¥s David LÛpez, during the friendly soccer match, on FC Porto presentation game to their supporters, at Dragao Stadium, in Porto, north of Portugal, 08 August 2015.  EPA
Giannelli Imbula er genginn til liðs við Stoke.  Mynd: EPA  -  LUSA
Stoke sló í kvöld félagsmet sitt þegar félagið gekk frá kaupum á miðjumanninum Giannelli Imbula sem kemur til Stoke frá Porto. Stoke greiðir 18,3 milljónir punda fyrir þennan 23 ára leikmann.

Imbula hefur verið á faraldsfæti en hann kom til Porto frá Marseille fyrir aðeins sjö mánuðum fyrir um 15 milljónir punda. Imbula hefur leikið með U-21 landsliði Frakka en er einnig gjaldgengur í belgíska landsliðið.

Kaupin á Imbula bætir félagsmetið hjá Stoke um rúmar sex milljónir punda en í sumar keypti félagið Xherdan Shaqiri á 12 milljónir punda.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður