Stofnandi Earth, Wind And Fire fallinn frá

04.02.2016 - 23:12
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Maurice White, stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Earth, Wind And Fire, er látinn, 74 ára að aldri. Hljómsveitina stofnaði hann í Chicago árið 1969.

Blómaskeið Earth, Wind And Fire var á síðari hluta áttunda áratugarins þegar svonefnt diskóæði var í hámarki. Hljómsveitin var þó ekki kennd við einn stíl. Hún þótti jafnvíg á rhythmablús, fönk, soul, diskó, djass, popp og rokk og blandaði gjarnan suður-amerískum og afrískum töktum í lagasmíðar sínar. Meðal þekktustu laga Earth, Wind And Fire eru Boogie Wonderland, September, Let's Groove og After The Love Has Gone.

Maurice White stríddi í mörg ár við Parkisonssjúkdóminn. Hann lést í gær á heimili sínu í Los Angeles og fékk hægt andlát, að því er Verdine White, bróðir hans og félagi í hljómsveitinni greindi frá á Facebook.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV