Stofna sérstakan hamfarasjóð

16.02.2016 - 19:13
Mynd með færslu
 Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir  -  RÚV
Sameina á A-deild Bjargráðasjóðs og Ofanflóðasjóð í sérstakan hamfarasjóð sem sinna á forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár. Sjóðnum verður skipt í forvarna- og bótasjóð og úr honum greiddur kostnaður opinberra aðila og bætur í ákveðnum tilvikum vegna tjóns af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu forsætisráðuneytis er haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra að þetta sé mikið framfaramál og auki getu til að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra.

 Stofnun sjóðsins, sem var samþykkt á ríkisstjórnarfundi er í samræmi við tillögur starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá því í vetur.